Skoða bók
Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin
04:27 klst.
2021
Hefðarkötturinn Alexander Sesar Loðvík Ramses Karlamagnús fimmtugasti og þriðji má búa við það að fólkið hans kallar hann Herra Bóbó. Og vill þvinga hann í megrun! Þegar hreinræktuð angóralæða að nafni Bella flytur svo í næsta hús þarf hann að sanna að hann sé líka af göfugum ættum. Hann kynnist músinni Amelíu sem telur sig geta útvegað honum það sem hann vantar: ættbók. Og saman leggja þau upp í langferð. Við sögu koma meðal annars bolabíturinn Urriði, systkinin María og Jónatan, hjónin í næsta húsi sem eru alltaf að rífast og rækjuvinnsla sem ætlar aldrei að springa í loft upp. Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin er fyrsta barnabók Yrsu Sigurðardóttur frá því að hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2003. Hér fer hún á kostum í sannkallaðri ærslasögu þar sem einstakur húmor hennar fær að njóta sín.
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 Barnabókmenntir (skáldverk) Dýr Skáldsögur Íslenskar bókmenntir