Skoða bók

Guðir og menn

Haraldur Bessason  

Hjörtur Pálsson  

12:57 klst.  

2009  

Greinar Haralds Bessasonar sem hér birtast búa yfir óvenjulegum töfrum. Yfir þeim er andi heiðríkjunnar þar sem saman fara fræði, innsæi og kímni. Þær tengjast gjarnan hinu tímalausa í tilverunni og hjálpa okkur þannig til að hefja okkur yfir ringulreiðina og komast í einhvers konar snertingu við kjarnann. Það kemur ekki á óvart að sumar greinarnar snerta goðafræðina með ýmsu móti. Eitt af því sem Haraldur hefur gert fyrir íslensk fræði er að tengja þau erlendum kenningasmiðum á borð við Georges Dumézil, Claude Lévi-Strauss, Joseph Campbell, Roman Jakobson, Noam Chomsky og síðast en ekki síst Northrop Frye. Hins vegar er um að ræða svipmyndir af atburðum og sérkennilegu fólki í þeim tveimur heimum sem hann þekkti best, æskustöðvunum í Skagafirði og veröld Vestur-Íslendinga. Hér nýtur sín sögu­maðurinn Haraldur til fulls. Í báðum tilvikum er orðfærið rammíslenskt og hnitmiðað en jafnframt blæbrigðaríkt. Sama leiftrandi frásagnargleði og í Bréfum til Brands (1999) og Dagstund á Fort Garry (2007). Guðmundur Heiðar Frímannsson ritstýrir þessu fróðlega og skemmtilega greinasafni og ritar eftirmála en Baldur Hafstað fylgir ritgerðunum úr hlaði.  

Goðafræði Greinasöfn Ritgerðir Íslenskar bókmenntir