Skoða bók

Í leyndri gröf

Sten, Viveca  

Elín Guðmundsdóttir  

Þórunn Erna Clausen  

Sandhamnbækurnar  

11 

10:53 klst.  

2021  

Mannabein finnast á Telegrafholmen, lítilli eyju rétt norður af Sandhamn-eyju. Grunsemdir vakna um að þetta séu líkamsleifar tveggja kvenna sem hurfu sporlaust fyrir tíu árum. Thomas Andersson tekur við rannsókn málsins. Nora Linde er í veikindaleyfi. Hörmulegt mál gekk nærri henni og hún ásakar sjálfa sig. Þegar hún fréttir af beinafundinum fer hún að rannsaka málið sjálf án þess að hafa samráð við Thomas. Þá reynir á samband æskuvinanna og ekki síst þegar farið er að róta í gömlum leyndarmálum. Einn íbúi á Sandhamn veit hver sannleikurinn er. Þarf að fórna fleiri mannslífum áður en hulunni er svipt af honum? Í leyndri gröf er ellefta bókin í hinni geysivinsælu Sandhamn-seríu um æskuvinina, lögfræðinginn Nóru Linde og lögreglumanninn Thomas Andreasson. Sandhamn-bækurnar hafa selst í yfir sex milljónum eintaka og hafa verið gefnar út í 30 löndum. Sjónvarpsþættirnir, Morden í Sandhamn (Sandhamn-morðin), sem byggðir eru á bókunum, njóta fádæma vinsælda.  

Glæpasögur Norrænar spennusögur Sakamálasögur Sandhamn Skáldsögur Spennusögur Sænskar bókmenntir Þýðingar úr sænsku