Skoða bók

Ósk

Páll Kristinn Pálsson  

Eggert A. Kaaber  

08:28 klst.  

2016  

Hann á sér eina ósk. Árið 1994. Hann er á miðjum fertugsaldri þegar hann greinist óvænt með alvarlegan sjúkdóm. Farsæll fatakaupmaður, kvæntur og faðir tveggja ungra barna stendur skyndilega frammi fyrir þeim ískalda möguleika að senn muni dagar hans taldir. Hann hefur frá barnæsku búið yfir djúpstæðu leyndarmáli um sjálfan sig. Við að horfast í augu við dauðann fyllist hann knýjandi þörf fyrir að allur sannleikurinn um lífsglímu hans komi fram í dagsljósið. Og í kapphlaupi við dauðann hefst hann handa við að skrifa sín eigin eftirmæli ... Ósk er listavel skrifuð skáldsaga um erfitt hlutskipti einstaklings á seinni helmingi síðustu aldar. Hver er ég? Af hverju er ég eins og ég er? Hvað get ég gert? Frásögnin sveiflast á milli örvæntingar og vonar, trúar og efa, ástar og haturs, gleði og harms. En umfram allt er þetta mannleg saga, í senn átakanleg og skemmtileg.  

Skáldsögur Tíundi áratugurinn Íslenskar bókmenntir