Skoða bók

Álagablettir á Ströndum

Dagrún Ósk Jónsdóttir   Jón Jónsson  

Svanhildur Óskarsdóttir  

02:35 klst.  

2021  

Álagablettir eru staðir sem á hvílir bannhelgi eða álög af einhverju tagi. Þetta geta ýmist verið grasblettir eða klettaborgir, hólar og haugar eða jafnvel ár og vötn. Á Ströndum eru fjölmargar þjóðsögur og sagnir sem tengjast slíkum stöðum. Margir álagablettir eru tengdir huldufólki, en aðrir fornköppum, fjársjóðum eða jafnvel tröllum. Stundum eru þetta grasblettir sem tilheyra huldum vættum og bannað er að slá. Þeim sem brýtur gegn banninu hefnist fyrir. Hér eru sagðar áhugaverðar, sorglegar og krassandi sögur um álagabletti á Ströndum, yfirnáttúruleg öfl og þjóðtrú sem hefur lifað með þjóðinni.  

Strandir Álagablettir Ísland Þjóðfræði Þjóðtrú