Skoða bók

Sá einhverfi og við hin

Jóna Ágústa Gísladóttir  

Elín Gunnarsdóttir  

1  

04:55 klst.  

2008  

Sá Einhverfi, Geljan, Unglingurinn, Bretinn og Viddi vitleysingur eiga það sameiginlegt að vera nánustu fjölskyldumeðlimir Jónu Á. Gísladóttur. Jóna er útivinnandi húsmóðir í Reykjavík, sem fljótt á litið gæti talist hin venjulegasta kona, en er það auðvitað ekki. Hér er á ferðinni sönn saga sem færð er til okkar í formi dagbókar móður. Við fylgjum söguhetjunum í gegnum súrt og sætt, kynnumst lífsskoðunum móður fatlaðs drengs, og fáum að upplifa hversdagslíf fjölskyldu sem lýst er með einstökum hætti höfundar. Húmor Jónu er beittur. Hún er einlæg og hefur sérstakt lag á að lýsa tilfinningum sem við öll þekkjum sem manneskjur en eigum misjafnlega auðvelt með að skilja.  

Dagbækur Einhverfa Einhverfir Jóna Ágústa Gísladóttir 1968- Æviþættir