Skoða bók
Blóðmeri
1
07:38 klst.
2023
Kjartan Ómarsson virðist ósköp venjulegur maður, vel liðinn og viðkunnanlegur. Einn sólríkan dag fer hann í sund en skilar sér aldrei heim aftur. Það kemur öllum í opna skjöldu þegar lík hans finnst í blokkaríbúð sem hann hefur haldið leyndri fyrir konu sinni og kunningjum. Það sem verra er, Kjartan Ómarsson hefur verið myrtur á hrottafenginn hátt og líkami hans tæmdur blóði. Rannsókn málsins fellur í hendur fyrrum knattspyrnukempunnar Rúnu og starfsfélaga hennar Hönnu, nýliðans í rannsóknarlögreglunni. Fyrr en varir standa Rúna og Hanna frammi fyrir óhugnanlegri röð illverka sem leiðir þær sífellt dýpra í fortíð fórnarlamba sem reynist skuggalegri en við fyrstu sýn.
Glæpasögur Norrænar spennusögur Sakamálasögur Skáldsögur Spennusögur Íslenskar bókmenntir