Skoða bók
Óspakseyargátan : sakamálasaga
03:00 klst.
2023
Hefðbundin póstferð milli landshluta í ársbyrjun 1910 varð að flóknu sakamáli þar sem fjármunir hurfu með óskýrðum hætti. Fjöldi manns kemur við sögu við rannsókn málsins og fær stöðu vitna. Rannsókn og yfirheyrslur ná yfir að minnsta kosti tvær sýslur á Vestfjörðum og stóðu um margra mánaða skeið. Aðalpersónur sögunnar eru bóndi í Gilsfirði sem fór í póstferð í forföllum landpóstsins og hins vegar lögreglustjórinn í Barðastrandarsýslu sem jafnframt er sýslumaður á Patreksfirði. Umtalsverða peninga vantaði í póstinn þegar komið var á áfangastað sem var Bær í Króksfirði og snýr rannsóknin að því hvað varð um peningana og hver bar ábyrgð á hvarfi þeirra. Réttarhöld hefjast á Borðeyri við Hrútafjörð en færast síðan að Óspakseyri í Bitrufirði sem er innfjörður úr Húnaflóa. Þar hafði pósturinn og hestar hans átt næturstað í báðum ferðum; frá Breiðafirði og norður á Borðeyri við Hrútafjörð og sömu leið til baka. Rannsókn málsins beindist einkum að bóndanum en afleiðingar peningahvarfsins urðu ófyrirséðar og alvarlegar. Óspakseyrargátan varpar ljósi á réttarfar tíðarinnar, félagslegt og hagrænt umhverfi í friðsælum sveitahreppi. Sagan sýnir einnig nöturlega stöðu kvenna sem þó áttu að heita húsfreyjur á sínu heimili á þeim tíma. Þeim sem lesa og njóta Óspakseyrargátunnar er veitt staða rannsakanda og áhorfanda, hverju eftir sínu sjónarhorni og ímyndunarafli.
20. öld Gilsfjörður Hrútafjörður Sakamál Skáldsögur Sögulegar skáldsögur Íslenskar bókmenntir Óspakseyri