Skoða bók

Lofgjörð til Katalóníu

Orwell, George  

Guðmundur J. Guðmundsson  

Guðmundur Ólafsson  

08:15 klst.  

2024  

Í þessari bók lýsir breski rithöfundurinn George Orwell reynslu sinni úr borgarastyrjöldinni á Spáni þar sem hann barðist sem sjálfboðaliði með sveitum sósíalista á árunum 1936-1937. Sú reynsla mótaði stjórnmálaskoðanir hans það sem eftir var ævinnar og gerði hann að hörðum andstæðingi alræðis. Í bókinni kemur glöggt fram ástríðufull mannúðarhyggja Orwells sem einkennir öll hans verk. Hann lýsir með beisku innsæi hinum björtu vonum og kaldrifjuðu svikum sem einkenndu þessa óreiðukennda tíma á Spáni; byltingarandanum í Barcelóna, hugrekki spænskrar alþýðu, hryllingnum og glundroðanum á vígstöðvunum og grimmdarlegum launráðum manna sem töldust vera bandamenn hans. Guðmundur J. Guðmundsson íslenskaði og ritar eftirmála þar sem hann setur frásögn Orwells í sögulegt samhengi.  

20. öld Borgarastyrjöld George Orwell 1903-1950 Katalónía Rithöfundar Saga Spánn Spænska borgarastríðið Æviþættir