Sumarlokun

Hljóðbókasafn Íslands lokar frá 15. júlí til 6. ágúst. Lokað er fyrir pöntun diska á þessu tímabili en við bendum á að áfram er opið fyrir niðurhal og streymi til skráðra lánþega safnsins.

Skoða bók

Þessu lýkur hér

Hoover, Colleen  

Marta Hlín Magnadóttir   Birgitta Elín Hassell  

Hanna Lind Rosenkjær Sigurjónsdóttir  

13:24 klst.  

2022  

Stundum er það sá sem maður elskar mest sem særir dýpst. Lífið hefur ekki alltaf verið Lily auðvelt og hún hefur lagt hart að sér til að öðlast það sem hún þráir. Hún komst frá smábænum sem hún ólst upp í og útskrifaðist úr háskóla, flutti til Boston og stofnaði eigið fyrirtæki. Svo þegar hún kynnist sjóðheita heila- og taugaskurðlækninum Ryle Kincaid virðist tilvera hennar næstum of góð til að vera sönn. Ryle er ákveðinn, þrjóskur, jafnvel svolítið hrokafullur, og hefur engan áhuga á samböndum, hvað þá hjónabandi. En Ryle er líka nærgætinn, klár og ansi hrifinn af Lily. Og Lily verður undantekningin frá bannað-að-deita-konur-reglu hans. Þegar Atlas, fyrsta ástin hennar, verndari og sálufélagi, dúkkar óvænt upp myndast brestir í annars fullkomnu lífi Lily og hún stendur skyndilega í sporum sem hún bjóst aldrei við að verða í.  

Bandarískar bókmenntir Skvísubókmenntir Skáldsögur Þýðingar úr ensku