Skoða bók
Logarnir
08:27 klst.
2024
Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim til litla þorpsins Silverbro sem hún yfirgaf fyrir tíu árum. Katja og Vega voru óaðskiljanlegar í æsku en átakanlegur atburður varð til þess að leiðir skildi. Þegar Vega kemur til Silverbro reynist Katja vera horfin sporlaust. Hvarf hennar minnir óneitanlega á hvarf frænku Kötju sem hvarf á unglingsárum fyrir meira en þrjátíu árum. Hvað hefur komið fyrir Kötju? Tengist hvarf hennar á einhvern hátt hvarfi frænku hennar? Mun Vega finna Kötju áður en það er um seinan? Eða mun gamalt leyndarmál þeirra opinberast og eyðileggja líf Vegu? Sænski verðlaunahöfundurinn Lina Bengtsdotter sló í gegn með bókinni Annabelle sem komið hefur út í íslenskri þýðingu.
Norrænar spennusögur Spennusögur Sænskar bókmenntir Þýðingar úr sænsku