Skoða bók

Náttúruvá : ógnir, varnir og viðbrögð

Ari Trausti Guðmundsson  

Pétur Eggerz  

05:34 klst.  

2024  

Margvísleg náttúruvá hefur sannarlega fylgt landsmönnum frá upphafi en undanfarið hefur atburðum heldur fjölgað, meðal annars samfara áhrifum loftslagsbreytinga og auknum ágangi á landið. Eldgos, jarðskjálftar, skriðuföll, flóð og gróðureldar hafa verið efst á baugi síðustu árin og höggin stundum fallið óþarflega nærri okkur. Bókin er mikilvægt innlegg í þessa umræðu. Hún geymir ítarlegan fróðleik um flestar hættur sem stafa af náttúrunni, fjallað er um forvarnir, ásamt skipulagi og uppbyggingu náttúruvarna. Hún varðar alla sem landið byggja og um það fara. Jarðvísindamaðurinn Ari Trausti Guðmundsson býr að fjölþættri gagnlegri þekkingu og reynslu þegar kemur að náttúruhamförum og viðbrögðum við þeim.