Skoða bók
Lindarbrandur
Birta Ösp Rósinberg Harðardóttir
11:26 klst.
2022
Í týndri veröld - í miklum skógi - nálægt afskekktu þorpi. Þar hefur Lindarbrandurinn staðið fastur í svörtum steini svo árþúsundum skiptir. Þegar sverðið hverfur svo með dularfullum hætti bendir allt til þess að Malena hafi tekið það - en hvert fór hún? Og af hverju? Það fellur í hlut Rúnu, keðjureykjandi og vandræðalega beinskeyttrar ömmu Malenu, að halda út í heim að leita hennar. Með í för er líka Hervar gamli, fyrrum málaliði sem hélt nú að hann væri kominn á eftirlaun. Því hver ætti annars að finna hana Malenu, ef ekki þau? Lindarbrandur er fyrsta skálddsaga Hjálmars Þórs Jensonar, skrifuð í miðjum heimsfaraldri. Hjálmar Þór hefur stundað nám í ritlist og kínverskum fræðum og hér ræðst hann á klisjuna um sverðið í steininum. Strangheiðarleg og æsispennandi fantasía.