Skoða bók
Ég er þinn elskari : bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1932
Baldvin Einarsson Erla Hulda Halldórsdóttir
06:25 klst.
2023
Baldvin Einarsson og Kristrún Jónsdóttir voru trúlofuð þegar hann fór utan til náms í Kaupmannahöfn sumarið 1826. Þar sveik hann hana í tryggðum og við tók flókið bréfasamband ástar, blekkinga og fyrirgefningar þar til hann dó árið 1833. Hér er þessi ástarsaga rakin í gegnum bréfin sem hann skrifaði henni á tímabilinu 1825-1832 og þau sett í samhengi við rannsóknir á ást og sendibréfum fyrri tíma. Bréf Kristrúnar til Baldvins eru glötuð og því er hennar sjónarhorn og tilfinningar aðeins bergmál í bréfum hans, bréfum annarra, örfáum kvæðum og sögum um ást þeirra. Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði HÍ, ritar ítarlegan inngang um sögu Kristrúnar og Baldvins og bjó bréf hans til prentunar með skýringum og nútímastafsetningu. Hlaupastyrkur Reykjavíkurmaraþons 2024 gerði innlestur þessarar hljóðbókar mögulegan.
19. öld Baldvin Einarsson 1801-1833 Kristrún Jónsdóttir 1806-1881 Sendibréf Ástarbréf