Skoða bók
Stafakarlarnir
00:18 klst.
2024
Í þessu smellna ævintýri lifna stafirnir við sem litlir karlar og vilja ólmir fá að leika sér. Stafakarlarnir eru skemmtilegir og von bráðar er barnið farið að þekkja þá og hljóðin sem þeir gefa frá sér! Stafakarlarnir er ein vinsælasta barnabók sem komið hefur út á Íslandi. Bergljót Arnalds er einn af okkar mest lesnu barnabókahöfundum og hefur skrifað fjölda metsölubóka. Bergljót er leikkona og hefur kennt börnum bæði leiklist og íslensku. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar.
Barna- og unglingabækur Barnabókmenntir (skáldverk) Stafrófskver Íslenskar barna- og unglingabækur Íslenskar bókmenntir