Skoða bók
Ótrúlega skynugar skepnur
Rósa Guðný Þórsdóttir Hannes Óli Ágústsson
12:08 klst.
2024
Tova Sullivan er nýorðin ekkja og farin að vinna við ræstingar í Sædýrasafni Sowell Bay. Það hefur alltaf átt vel við hana að hafa nóg fyrir stafni, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að. Eins og þegar Eric, átján ára gamall sonur hennar, hvarf á dularfullan hátt þrjátíu árum fyrr. Sædýrasafnið er fullt af furðuskepnum en sú sem vekur mesta athygli Tovu er geðstirður kyrrahafskolkrabbi að nafni Marcellus. Smám saman myndast sérstæð vinátta með ræstingakonunni og kolkrabbanum, sem reynist luma á dýrmætum upplýsingum um hvarf Erics. En tíminn til að miðla þeim er að renna út. Hnyttin og heillandi saga um uppgjör við fortíðina sem farið hefur sigurför um heiminn og verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál.