Skoða bók

Úrvalssögur

Ólafur Jóhann Sigurðsson  

Hólmfríður Gestsdóttir   Eggert A. Kaaber   Hafþór Ragnarsson   Hannes Óli Ágústsson   Pétur Eggerz   Steinunn Stefánsdóttir   Þórunn Hjartardóttir  

07:04 klst.  

2003  

Ólafur Jóhann Sigurðsson var eitt helsta skáld þjóðarinnar á 20.öld. Hann skrifaði margar stórar raunsæisskáldsögur, m.a. sagnabálkinn um Pál Jónsson blaðamann, og fyrir ljóð sín hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976. Það voru þó ekki síst smásögur Ólafs Jóhanns sem skópu orðstír hans sem rithöfundar og hann er ótvírætt meðal bestu smásagnahöfunda íslenskra bókmennta. Ólafur Jóhann hafði frábær tök á hinu knappa og kröfuharða formi, og sögur hans fjalla um þau raunsæislegu efni sem gjarna eru aðall góðra smásagna, fegurðarþrá og ljótleika, mannúð og samkennd, rangsleitni og sundurlyndi. Ólafur Jóhann Ólafsson, sonur skáldsins, hefur valið bestu smásögur hans í eitt safn og fylgir þeim úr hlaði með formála. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar eftirmála um höfundinn og smásögur hans. Sögurnar heita: Píus páfi yfirgefur Vatíkanið Rykið af veginum Menn á heiði Kross og stríð Kerið gyllta Blindi drengurinn Stjörnurnar í Konstantínópel Snjór í apríl Reistir pýramídar Myndin í speglinum og níunda hljómkviðan Prófessorinn Bruni. Hlaupastyrkur Reykjavíkurmaraþons 2024 gerði innlestur þessarar hljóðbókar mögulegan.  

Smásögur Íslenskar bókmenntir