Skoða bók

Söngvar Satans

Rushdie, Salman  

Sverrir Hólmarsson   Árni Óskarsson  

Kristján Franklín Magnús  

26:47 klst.  

1989  

Söngvar Satans, ein þekktasta skáldsaga seinni tíma, kom upphaflega út hjá Viking útgáfunni bresku árið 1988. Þetta var fjórða skáldsaga höfundarins sem sex árum áður hafði fengið Bookerverðlaunin fyrir skáldsögu sína Miðnæturbörn. Söngvar Satans var einnig tilnefnd til Bookerverðlaunanna en fékk þau ekki. Bókin segir frá tveimur indverskum leikurum sem beinlínis falla í Ermasundið úr rændri flugvél og ákveða í kjölfarið að setjast að á Bretlandi enda báðir orðnir allt aðrar persónur en höfðu stigið upp í flugvélina áður en henni var rænt. Annar, Gibreel Farishta, sannfærður um að vera erkiengill eða Gibril, en Saladin Chamcha hins vegar Satan sjálfur. Þetta leiðir í sögunni til margháttaðra samræðna, oft mjög skoplegra, um Múhameð spámann, ritun Kóransins og þróun Islam. Þessi kaflar bókarinnar fóru vægast sagt fyrir brjóstið á múslimum, ekki bara í Bretlandi heldur um heim allan. Þess var krafist að bókin yrði bönnuð og hún var tekin úr sölu í fjölmörgum bókabúðum auk þess sem útgefendur í hinum múslimska heimi neituðu að gefa verkið út. Hápunktur baráttunnar gegn verkinu var svo yfirlýsing eða öllu heldur fyrirskipun, Fatwa, Ayatollah Khomeinis þáverandi erkiklerks í Íran um dauðadóm yfir öllum þeim sem kæmu að útbreiðslu verksins.  

Breskar bókmenntir Skáldsögur Þýðingar úr ensku