Skoða bók
Hús dags, hús nætur
Birta Ösp Rósinberg Harðardóttir
12:28 klst.
2025
Nowa Ruda er lítið þorp í Slesíu, landsvæði í Mið-Evrópu sem hefur verið hluti af Póllandi, Þýskalandi og fyrrum Tékkóslóvakíu í gegnum tíðina. Þegar sögumaður flytur til þessa þorps uppgötvar hún að allt þarna á sér sögu, og með aðstoð Mörtu, hins dularfulla nágranna síns, streyma sögurnar fram - til dæmis af lífi dýrlingsins sem bærinn dýrkar, af manninum sem vinnur allar spurningakeppnir í útvarpinu á hverjum degi og af þeim sem olli alþjóðlegri spennu með því að deyja á landamærunum, með annan fótinn á pólskri grund en hinn á tékkneskri. Sérhver saga er eins og múrsteinn í sögu bæjarins sem smám saman hlaðast upp og spegla enn stærri mynd. Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olgu Tokarczuk sló eftirminnilega í gegn hér á landi árið 2022. Olga fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2018.
Nóbelshöfundar Pólskar bókmenntir Skáldsögur Þýðingar úr pólsku