Skoða bók
Brostin jörð
10:38 klst.
2025
Logandi ástarþríhyrningur, voðaskot og sálarstríð: Brostin jörð er hjartnæm, grípandi og spennuþrungin saga þar sem sterkar tilfinningar ýta fólki út á ystu nöf. Þegar Beth var ung féll hún fyrir auðmannssyninum Gabriel og hann fyrir henni. Samband þeirra varði eitt undursamlegt sumar en lauk með hvelli. Rúmum áratug síðar býr Beth enn á æskuslóðum, gift gæðablóðinu Frank. Saman sinna þau býlinu sínu og búskapnum og glíma við verkefnin sem lífið færir þeim; það þyngsta er missir einkasonarins. Dag einn snýr Gabriel aftur heim í sveitina, fráskilinn og einstæður faðir, og þau Beth hittast á ný. Óútkljáð fortíðin hvílir yfir eins og skuggi og lengi lifir í gömlum glæðum.