Skoða bók

Frontur

Hurtig Wagrell, Johan   Hurtig Wagrell, Johanna  

Friðrika Benónýs  

Þórunn Lárusdóttir  

13:50 klst.  

2025  

1995 hverfur sextán ára stúlka, Gabriella Sorani – Gabby, sporlaust í Kalmar. Tuttugu og fimm árum síðar er málið enn óupplýst. Í Stokkhólmi er sjónvarpsframleiðandinn Sanna Lundgren í erfiðum vanda eftir að þátttakandi í raunveruleikaþættinum sem hún vann við hengdi sig í beinni útsendingu. Eftir áfallið býðst henni aðeins eitt verkefni, það er að snúa aftur til heimabæjar síns Kalmar og gera heimildarmynd um hið svokallaða Gabby-mál. Sanna, sem var skólasystir Gabby er tilneydd að horfast í augu við drauga fortíðarinnar við vinnslu myndarinnar. Á sama tíma er Elizabeth Hallman lögreglufulltrúi að búa sig undir að flytja frá Kalmar til að byrja nýtt líf í Stokkhólmi. En eftir því sem hún dregst lengra inn í rannsókn málsins verður erfiðara að færa sig um set. Hjónin Johan og Johanna Hurtig Wagrell tefla hér fram sinni fyrstu spennusögu, sem hefur hlotið frábærar viðtökur í Svíþjóð og var m.a. tilnefnd til hinna virtu Crime-Time-verðlauna 2024. Þau eru bæði þekkt í sænsku samfélagi. Johanna stýrir vinsælasta hlaðvarpi landsins um sönn morðmál og Johan er þekktur bloggari. Bæði starfa þau enn fremur sem handritshöfundar, leikarar og uppistandarar.  

Norrænar spennusögur Sakamálasögur Skáldsögur Sænskar bókmenntir