Skoða bók

Gleymda nistið

Hughes, Kathryn  

Ingunn Snædal  

Linda Hrönn Helgadóttir  

10:35 klst.  

2025  

Falleg, spennandi og hjartnæm saga um hvernig von getur kviknað í rústum harmleiks og um endurnýjandi kraft ástarinnar. Frá metsöluhöfundi Bréfsins, Leyndarmálsins, Minningaskrínsins og Lykilsins. Tara Richards var bara stelpa þegar hún missti móður sína. Mörgum árum síðar fær hún bréf frá lögmanni í London, og innihald þess hefur djúpstæð áhrif á hana. Einhver hefur skilið eftir lykil að öryggishólfi. Í kassanum er hlutur sem mun breyta öllu sem Tara hélt að hún vissi og senda hana í ferðalag til Spánar í leit að svörum við spurningunum sem hafa ásótt hana í fjörutíu ár. Violet Skye sér eftir ákvörðun sinni um að ferðast til útlanda og skilja unga dóttur sína eftir. Þegar sólin sest á bakvið fjöllin minnir hún sig á að hún er að gera þetta fyrir framtíð þeirra beggja. Í kvöld, 4. júní 1978, verður upphaf nýs lífs fyrir þær. Þessi nótt mun sannarlega breyta örlögum Violet, á óvæntan hátt ...  

Breskar bókmenntir Skáldsögur Þýðingar úr ensku