Skoða bók
Ég tæki með mér eldinn
3
12:58 klst.
2025
Mía og Ines, þriðja kynslóð Belhaj-fjölskyldunnar, fæddust í Marokkó á níunda áratugnum. Eins og konurnar á undan þeim - amma þeirra Mathilde, móðir þeirra Aisha og frænka þeirra Selma - vilja þær vera frjálsar og haga lífi sínu eftir eigin höfði. Á meðan faðir þeirra vinnur hörðum höndum að uppbyggingu landsins fara þær til Frakklands til að stunda nám. Þar þurfa þær að finna sér stað, tileinka sér nýjar reglur og horfast í augu við fordóma, jafnvel rasisma. Leïla Slimani lýkur hér þríleik sínum á glæsilegan og kraftmikinn hátt. Ég tæki með mér eldinn er þriðja bindið í sögunni um marokkósku fjölskylduna Belhaj en á undan komu Í landi annarra (2021) og Sjáið okkur dansa (2023) sem hlutu báðar gríðargóðar viðtökur.
Franskar bókmenntir Marokkó Skáldsögur Sögulegar skáldsögur Ættarsögur Þýðingar úr frönsku