Skoða bók
Feluleikir
11:49 klst.
2025
Aumingja unga konan sem stendur með elskhuganum, og hann í fangelsi grunaður um likamsárás, eða jafnvel morðtilraun! Ætlar hún virkilega að halda fram að vera með svona manni? Sögur hafa ávallt veriõ akkeri Örnu í lífinu en í kjölfar árásar á unga konu og feluleikja fólks sem stendur henni nærri, sogast hún sjálf inn í atburðarás sem hún hefur enga stjórn á og veit ekki hverjum má treysta. Litlu munar að feluleikur verði sannleikanum yfirsterkari. Arna er að skrifa kvikmyndahandrit fyrir elskhugann sem er sjarmerandi á allan hátt en hún óttast að hann eigi vingott við fleiri konur. Í ofanálag á hún flókna fjölskyldu þar sem erfið mál hafa gegnum tíðina verið sett inn í skáp eða þeim sópað undir teppi. Nýjar vendingar varpa ljósi á það sem lengi hefur verið falið. Arna sér meira en aðrir og finnur á fjöllum nokkuð sem enginn átti von á. Sá fundur hefur afdrifarík áhrif á líf hennar og allra í kringum hana. Sagan gerist haustið 2006 i Fljótshverfi, Reykjavík, Öræfum og á heiðum Austurlands.
Glæpasögur Norrænar spennusögur Sakamálasögur Skáldsögur Spennusögur Íslenskar bókmenntir