Skoða bók
Álfareiðin
11:30 klst.
2025
Æsispennandi og nýstárleg álfahrollvekja! Menntskælingurinn Líneik er spennt að búa til hlaðvarpsþátt í valáfanga í fjölmiðlafræði en þykir alveg glatað að hann eigi að vera um álfa. Og ekki nóg með það heldur neyðist hún til að vinna í hóp og situr uppi með bæði skrýtnu stelpuna og mesta slugsann í bekknum. Perla og Jónki leyna þó á sér og fyrr en varir eru þau búin að grafa upp dularfullt þorp á Suðurlandi sem tengist álfum og virðist eiga sér blóðuga sögu. Þegar þríeykið mætir á staðinn rennur fljótt upp fyrir þeim að þorpsbúarnir hafa margt og miður fallegt að fela - og það getur reynst stórhættulegt að spyrja rangra spurninga.
Hrollvekjur (sögur) Skáldsögur Ungmennabókmenntir (skáldverk) Íslenskar bókmenntir