Hljóðbókasafn Íslands fær hvatningarverðlaun ADHD
15. okt. 2024
Hljóðbókasafn Íslands hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna í ár fyrir „ómetanlega þjónustu til handa börnum og fullorðnum með ADHD sem erfitt eiga með að nýta sér prentað mál“. Verðlaunin voru afhent á málþinginu Konur - vitund og valdefling sem haldið var í Garðabæ. Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna eru viðurkenning sem stjórn ADHD samtakanna úthlutar einu sinni á ári, fyrst árið 2021. Verðlaunin má veita hverjum þeim sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki eða hverskyns lögaðilar geta fengið Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna... Meira