Fréttir

Verndun íslensku í stafrænu formi

Hljóðbókasafn Íslands er ein þeirra stofnana sem taka þátt í máltækniáætlun Íslands. Á dögunum var skrifað undir nýjan samning Almannaróms (miðstöðvar um máltækni) og Samstarfs um íslenska máltækni (SÍM) um framkvæmd áætlunarinnar á þriðja verkefnisári.   Meira

Norrænu hljóðbókasöfnin á Degi læsis:

Sameiginleg sýn á mikilvægi þess að lesefni sé aðgengilegt öllum: Samkvæmt evrópskri tilskipun um aðgengi (EAA) skal stefnt að auknu aðgengi og inngildandi bókamarkaði fyrir lestrarhamlaða. Við, sem í dag gerum lesefni aðgengilegt, fögnum þessari réttarbót og hlökkum til að koma með nýjar lausnir og deila þekkingu okkar um þarfir lesendahópsins sem um ræðir svo stuðla megi að almennri útgáfu án aðgreiningar. Í sameiningu einsetjum við okkur:   Meira

95% ánægja með þjónustu Hljóðbókasafns Íslands

Hljóðbókasafn Íslands fékk bestu útkomuna í samræmdri þjónustukönnun sem birt var á vef Stjórnarráðsins þann 5. mars sl. Spurt var um heildaránægju með þjónustuna, samskipti við stofnun, áreiðanleika upplýsinga, afgreiðsluhraða erinda og stafræna þjónustu. Safnið var hæst af þeim 33 ríkisstofnunum sem voru kannaðar að þessu sinni  Meira

Útlán Hljóðbókasafnsins verða hluti deilisjóðs

Reglum um greiðslur fyrir afnot efnis á bókasöfnum hefur verið breytt með þeim hætti að eftirleiðis verða útlán Hljóðbókasafns Íslands talin með. Höfundar fá því greitt fyrir útlán safnsins með sama hætti og fyrir útlán hjá Háskólabókasöfnum og almenningsbókasöfnum. Kostnaður vegna þessa greiðist af árlegri fjárveitingu Alþingis. Rétthöfum er bent á að sækja þarf um hjá Rithöfundasambandi Íslands á þar til gerðum eyðublöðum. Nægjanlegt er að sækja um einu sinni og gildir umsókn þá ótímabundið. Greiðslur vegna útlána ársins 2020 munu berast til rétthafa í lok maí 2021.   Meira

Útgáfa án aðgreiningar - Erindi af ráðstefnu

11. nóvember hélt NIPI (Nordic Inclusive Publishing Initiative) ráðstefnu sem sérstaklega var ætluð útgefendum og starfsfólki bókasafna, þar sem alþjóðlegir fyrirlesarar með sérþekkingu á fjölmörgum hliðum rafrænnar og aðgengilegrar útgáfu kynntu fyrir lykilþátttakendum úr norrænni útgáfu hvað þarf til til að ástunda útgáfu án aðgreiningar. Þessi erindi eru nú öll aðgengileg þeim sem vilja kynna sér aðgengilega útgáfu. NIPI er samstarfsverkefni fimm norrænna systursafna sem öll bera ábyrgð á að gera bækur og annað lesefni aðgengilegt þeim sem ekki geta lesið prentað letur sér til gagns.   Meira

Hefur lesið 500 bækur fyrir Hljóðbókasafn Íslands

Á fullveldisdaginn, 1. desember, var Þórunni Hjartardóttur veitt viðurkenning fyrir ómetanlegt framlag á lestri bóka fyrir Hljóðbókasafn Íslands, en hún hefur á árunum 1992-2020 lesið inn 500 bækur fyrir safnið. Sú bók sem markaði þessi tímamót hjá Þórunni og var bók númer 500 er Nýsköpun og frumkvöðlafræði eftir Óttar Ólafsson.   Meira

Útgáfa án aðgreiningar – ráðstefna

Hljóðbókasafn Íslands hefur lengi verið virkt í alþjóðlegu samstarfi, enda er starfsemin mjög sérhæfð og gagnlegt samstarf er einna helst að finna hjá systursöfnum á erlendri grund. Ein birtingarmynd þessa samstarfs er NIPI sem er samstarfsverkefni fimm norrænna systursafna sem öll bera ábyrgð á að gera bækur og annað lesefni aðgengilegt þeim sem ekki geta lesið prentað letur sér til gagns. Miðvikudaginn 11. nóvember heldur NIPI (Nordic Inclusive Publishing Initiative) ráðstefnu sem sérstaklega er ætluð útgefendum og starfsfólki bókasafna, þar sem alþjóðlegir fyrirlesarar með sérþekkingu á fjölmörgum hliðum rafrænnar og aðgengilegrar útgáfu munu kynna fyrir lykilþátttakendum úr norrænni útgáfu hvað þarf til til að ástunda útgáfu án aðgreiningar.   Meira

HBS skrifar undir samstarfssamning við SÍM

Hljóðbókasafn Íslands skrifaði í dag undir samning milli SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) og Almannaróms (miðstöðvar um máltækni). Að Almannarómi standa háskóla- og rannsóknastofnanir, fyrirtæki og félagasamtök. Meginhlutverk Almannaróms er að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í hinu stafræna umhverfi. Safnið er þar með orðið formlegur hluti af þessu mikilvæga samstarfi.  Meira

Nýr vefspilari

Í dag var nýr hljóðbókaspilari settur í loftið á vefsíðu safnsins, hbs.is. Helsta nýjungin í spilaranum er að hann getur spilað hljóðbækur með texta beint af heimasíðunni sem kemur námsfólki sérstaklega vel. Vefspilarinn er í grunninn sá sami og er notaður í appi safnsins, svo umhverfið ætti að vera mörgum kunnuglegt. Við vonum að þessi viðbót verði til þess að gera upplifun af hljóðbókahlustuninni enn betri.   Meira

Hljóðbókasafnið styður átakið Tími til að lesa

Hljóðbókasafn Íslands hvetur lánþega sína til að taka þátt í átakinu Tími til að lesa, þar sem börn og full­orðnir eru hvött til að nýta til lest­urs þann tíma sem gefst við nú­ver­andi aðstæður.   Meira

Getur Hljóðbókasafnið opnað aðgang tímabundið?

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist safninu um að opna aðgang að hljóðbókum safnsins tímabundið á meðan íslenskt samfélag tekst á við COVID-19. Það er því miður ekki hægt enda eigum við ekki bækurnar og slíkt væri því brot á höfundaréttarlögum. Safnið starfar eftir undanþágu í höfundalögum sbr. 19. grein og eftir samningi Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Rithöfundasambands Íslands.   Meira

Lánþegar athugið:

Kæru lánþegar, í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 veirunnar verður starfsfólki Hljóðbókasafns skipt upp í tvo hópa frá og með mánudeginum 23. mars . Hóparnir munu vinna til skiptis til þess að minnka líkur á að þjónustan skerðist eða leggist af meðan þetta ástand gengur yfir. Leggjumst öll á eitt, sýnum tillitssemi og þolinmæði. Öll él birtir upp um síðir.   Meira

Hljóðbókasafnið hlaut Samfélagslampann 2019

Hljóðbókasafn Íslands hlaut nýlega Sam­fé­lagslampa Blindra­fé­lags­ins, sam­taka blindra og sjónskertra á Íslandi. Það var for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem af­henti lamp­ann í 80 ára afmælishófi Blindrafélagsins. Viðurkenninguna hlýtur safnið fyrir „ómetanlega þjónustu í áratugi við að opna aðgang blindra og sjónskertra einstaklinga að lesefni.“   Meira

Upplýsingar til rithöfunda og þýðenda

Meðfylgjandi er bréf sem sent var til höfunda og þýðenda nýverið. Í því má finna helstu upplýsingar um hvernig og samkvæmt hvaða lögum Hljóðbókasafnið starfar og hvernig megi bera sig að ef höfundur eða þýðandi vill lesa inn verk sitt sjálfur.  Meira

Nýtt app

Nýtt HBS app er komið fyrir Android og iOS. Leiðbeiningamyndbönd koma inn á vefinn von bráðar.  Meira

Ályktun Blindrafélagsins

Á aðalfundi Blindrafélagsins, samtökum blindra og sjónskertra, þann 12. maí síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt. Það er gífurlega mikilvægt fyrir prenthamlaða á Íslandi að Marrakech samningurinn verði undirritaður hér á landi og að réttur fólks til að lesa sé ekki fótum troðinn.  Meira

Gleðilegt nýtt bókaár 2018

Kæru lánþegar, gleðilegt nýtt bókaár. Árið 2017 voru lesin 293 verk á safninu og stefnum við að því að gera enn betur í ár.  Meira

Bækur á arabísku í norrænni samvinnu.

8. september var alþjóðadagur læsis. Síðustu ár hafa Norðurlöndin tekið á móti þó nokkrum fjölda flóttamanna sem hafa arabísku að móðurmáli. Eftirspurn eftir hljóðbókum á arabísku hefur í kjölfarið aukist. Árið 2015 fæddist hugmyndin um samvinnu milli hljóðbókasafna Norðurlandanna. Átakið hefur nú skilað 25 titlum á arabísku, fimm frá hverju landi, bæði efni fyrir börn og fullorðna.   Meira

Hljóðbókasafnið er fyrirmyndarstofnun

Hljóðbókasafn Íslands er fyrirmyndarstofnun 2017. Við erum stolt af því að hafa fengið þennan titil í 6. sinn en viðurkenningin er veitt í þremur flokkum; fyrir stórar stofnanir, meðalstórar stofnanir og minni stofnanir. Hljóðbókasafnið var í öðru sæti yfir minni stofnanir, en stofnanir í þremur efstu sætunum fá þennan eftirsótta titil.  Meira

Hljóðbókasafn Íslands tekur græn skref

Hljóðbókasafn Íslands hefur nú hafið þátttöku í grænum skrefum í ríkssrekstri en verkefnið snýst um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Skrefin eru fimm og verkefnið er býsna viðamikið en skilar miklum ávinningi ef vel tekst til. Meðal þess sem unnið er að er að gera starfssemi ríkisins umhverfisvænni og draga úr rekstrarkostnaði.   Meira

Frá betra aðgengi til fulls aðgengis

Hljóðbókasafn Íslands hefur látið þýða skýrslu Evrópuþingsins um aðgengi blindra- og sjónskertra og annarra sem ekki geta nýtt sér prentað letur að prentuðu máli. Skýrslan heitir á frummáli From Better to Full Access to Works for Print-Disabled Persons.   Meira